SILFUR GALLERY

SILFUR GALLERY er sérhæfð verslun með áherslu á vönduð úr og faglega þjónustu.

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval hágæða úra frá helstu og virtustu framleiðendum heims, valin með það að markmiði að mæta ólíkum smekk og ólíkum tilefnum.

Hjá SILFUR GALLERY leggjum við metnað í að veita persónulega og heiðarlega ráðgjöf. Við trúum því að gott úr sé meira en tímatæki – það er framlenging af manni sjálfum.

Því leggjum við áherslu á að hver viðskiptavinur finni úr sem hentar honum, bæði hvað varðar hönnun, notkun og verð.

Við kappkostum að bjóða upp á góð verð og góða þjónustu. Markmið okkar eru einföld: að gera hágæða úr aðgengilegri á Íslandi og byggja upp traust samband við viðskiptavini okkar til lengri tíma.

SILFUR GALLERY stendur fyrir gæði, traust og lífstíl